fim 02. febrúar 2023 22:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Benzema allt í öllu í sigri Real Madrid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Real Madrid 2 - 0 Valencia
1-0 Marco Asensio ('52 )
2-0 Vinicius Junior ('55 )
Rautt spjald: Gabriel Paulista, Valencia ('72)


Real Madrid komst aftur á sigurbraut í kvöld í spænsku deildinni eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad í síðustu umferð.

Real fékk Valencia í heimsókn en það var markalaust í hálfleik. Antonio Rudiger hélt þó að hann hefði komið Real yfir í uppbótartíma en markið var að lokum dæmt af þar sem Karim Benzema var dæmdur brotlegur.

Hann fékk gult spjald fyrir brotið.

Real gerði hins vegar út um leikinn snemma í síðari hálfleik en Benzema lagði upp tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Fyrst á Marco Asensio og síðan á Vinicius Junior.

Valencia lék manni færri síðustu 20 mínúturnar þar sem Gabriel Paulista fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka hressilega í Vinicius Jr.

Real er í 2. sæti fimm stigum á eftir toppliði Barcelona. Valencia er í 14. sæti aðeins stigi frá fallsæti.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner
banner