Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. febrúar 2023 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svo einbeittur á núið að það fer stundum í taugarnar á kærustunni
Hákon einbeitir sér bara að FCK þrátt fyrir áhuga Salzburg
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur verið sterklega orðaður við Salzburg í Austurríki undanfarnar vikur.

Salzburg gerði tvö stór tilboð í Skagamanninn áður en glugganum var lokað á dögunum en þeim var báðum hafnað. Hákon verður því áfram í Kaupmannahöfn fram á sumar að minnsta kosti.

Hákon var nýverið í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir að það kemur sá tímapunktur að hann þurfi að taka stærra skref en hann hefur þann eiginleika að geta lifað í núinu.

„Það eina sem ég hugsa um er að æfa, spila og standa mg vel með Kaupmannahöfn. Það þýðir ekkert annað í þessum heimi og ég er með umboðsmann sem sér um þessi mál fyrir mig. Hann lætur mig vita þegar eitthvað er í gangi hverju sinni en ég er með samning hérna til sumarsins 2026 og er ekki að hugsa um neitt annað," segir Hákon.

„Það kemur auðvitað að því að maður vill taka stærra skref, enda eru til betri deildir í heiminum en sú danska. Draumurinn er að spila í einhverri af fimm stærstu deildunum í Evrópu en hversu langt eða stutt er í það þarf bara að koma í ljós."

„Ég er þannig gerður að ég er lítið að pæla í því sem morgundagurinn ber í skauti sér, ég reyni frekar að einbeita mér að núinu, nokkuð sem kærastan mín lætur stundum fara í taugarnar á sér," segir Hákon en FCK stefnir á að vinna danska meistaratitilinn á þessu tímabili.

Það er allavega ljóst að Hákon er ekki að fara í neitt verkfall eins og virðist vera svo vinsælt nú til dags.

Sjá einnig:
Tæki sama skref og Haaland - „Líklega það sem heillar Salzburg"
Athugasemdir
banner
banner
banner