Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 11:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Segir ekki eðlilegt að félög í neðri deildum stjórni fyrirkomulagi í efstu deild
Börkur Edvardsson.
Börkur Edvardsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Þór Jónsson.
Magnús Þór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður knattsyrnudeildar Vals, segir slæmt fyrir íslenskan fótbolta að pattstaða hafi verið niðurstaðan á ársþingi KSÍ þegar kom að tillögum um fjölgun leikja í efstu deild karla.

Kosið var um tvær tillögur um breytt fyrirkomulag í Pepsi Max-deildinni en hvorug þeirra náði 2/3 til að vera samþykktar. Börkur telur að íslenski boltinn spóli áfram í sömu hjólförum ef ekkert er gert.

„Mér finnst það einsýnt að forráðamenn leiðandi félaga í íslenskri knattspyrnu muni hittast á næstu dögum og ræða framhaldið," segir Börkur í viðtali við Fréttablaðið.

Börkur telur að núverandi fyrirkomulag ársþingsins, þar sem öll félög greiða atkvæði um málefni efstu deildar, sé ekki ásættanlegt. Það það hamli eðlilegri framþróun og vexti hjá liðum í efstu deild.

„Hagsmunir og framtíðarsýn flestra félaganna sem eru með lið í efstu deild í knattspyrnu eru ekki í takt við önnur félög og við því þarf að bregðast," segir Börkur.

„Það kann ekki góðri lukku að stýra né getur talist eðlilegt að félög sem eru í neðri deildum stjórni því hvernig fyrirkomulagið sé í efstu deild þvert á vilja þeirra félaga sem þar leika."

Miðjumoð þar sem allir eru ósáttir
Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, leggur orð í belg á Twitter og segir ljóst að núverandi fyrirkomulag ársþings KSÍ sé ekki að virka.

„Ekki vafi að umræðurnar um tvær tillögur leiddu til þess að báðar voru felldar því það "skipaðist í lið". Úr varð að ótal lið með enga hagsmuni að málinu tóku ákvörðun," skrifar Magnús meðal annars.

„Ég ætla líka að fá að bakka upp störf nefndarinnar hjá KSÍ sem vann að tillögugerðinni því þar kom svo sannarlega fram rökstuðningur sem margir kölluðu eftir. Það er bara einfaldlega staðreynd að það eru hreint ekki allir sem lesa þau gögn sem verið er að vinna með á þinginu. Við verðum að vera hreinskilin með það að flestir sem eru í stjórnum eru áhugamenn og velta hlutunum almennt fyrir sér en fara ekki alltaf á dýptina."

„Það er barnaskapur að láta eins og hagsmunir stærstu liðanna á Íslandi séu þeir sömu og liða í neðstu deildum. Miðjumoð þar sem allir eru ósáttir eins og var um helgina er vond lausn sem knattspyrnan hér verður að læra af. Annars förum við ÁFRAM bara niður á við í samanburði," skrifar Magnús á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner