Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Zidane: Mistök að breyta um taktík
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid á Spáni, viðurkenni að hafa gert mistök í hálfleik gegn Real Sociedad en liðin skildu jöfn á Alfredo Di Stefano-leikvanginum í gær.

Madrídingar voru með yfirhöndinni í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að nýta færin.

Liðið var að spila með fjögurra manna vörn en Zidane fór yfir í þriggja manna vörn í þeim síðari. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skoraði Cristian Portu fyrir Sociedad með skalla eftir fyrirgjöf.

Vinicius Junior jafnaði metin undir lok leiksins en Madrídinga neyddust til að sætta sig við stig.

„Ég breytti um taktík því ég var óánægður með pressuna hjá okkur," sagði Zidane.

„Já, kannski særði það okkur. Ég þurfti að gera þessar breytingar því eftir klukkutíma þá var liðið orðið þreytt og þá verður maður að breyta til. Maður þarf alltaf að finna hluti og breyta dýnamíkinni," sagði hann ennfremur.

Madrídingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 53 stig, fimm stigum á eftir toppliði Atlético.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner