Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 02. apríl 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Brasilískur táningur undir smásjá Liverpool
Luis Guilherme.
Luis Guilherme.
Mynd: Getty Images
Liverpool er meðal félaga sem sýna hinum átján ára gamla Luis Guilherme áhuga. Þessi efnilegi sóknarmiðjumaður hefur vakið mikla athygli með Palmeiras í Brasilíu.

Evrópskir njósnarar hafa verið að fylgjast með táningnum sem hefur spilað 33 leiki fyrir aðallið Palmeiras.

Gabriel Jesus stjarna Arsenal og Endrick sem er á leið til Real Madrid komu báðir upp úr unglingastarfi Palmeiras og Guilherme gæti orðið þeirra næsta stórstjarna.

Guilherme, sem varð átján ára í febrúar, skrifaði undir nýjan samning í nóvember til 2026 og hefur meðal annars vakið áhuga Bayern München og Chelsea.

Hann hefur enn ekki skorað mark fyrir aðallið Palmeiras en raðað inn mörkum fyrir yngri lið félagsins og fyrir yngri landslið Brasilíu.

Joao Paulo Sampaio yfirmaður yngri flokka hjá Palmeiras er sannfærður um að mörkin fari að koma fyrir aðalliðið.

„Við lékum á móti í Japan og Luis skoraði meira en 40 mörk. Japönsku leikmennirnir voru hræddir við hann. En Luis heldur sér á jörðinni, hann er meðvitaður um hæfileika sína. Hann er mjög sérstakur leikmaður," segir Sampaio.
Athugasemdir
banner
banner