Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Allir forsetarnir sammála um að ákvörðun var tekin of snemma"
Mynd: Getty Images
Gerard Lopez, forseti Lille, segir að allir forsetar frönsku deildarinnar séu sammála um að ákvörðun um að enda deildartímabilið þar í landi hafi verið tekin of snemma.

Franska deildin er sú eina af fimm helstu deildum Evrópu til að slútta tímabilinu vegna kórónuveirunnar. Aðrar deildir ákváðu að bíða og sjá hvernig staðan þróaðist. Þjóðverjar byrjuðu í maí og hafa allar aðrar deildir ákveðið að byrja aftur í júní.

Forsetar félaga í Ligue 1 hafa verið að takast á undanfarnar vikur vegna Covid, þar sem skiptar skoðanir eru um alskyns mál tengd áhrifum veirunnar. Lopez segir að það sé þó eitt sem allir forsetarnir eru sammála um.

„Ef það er eitthvað eitt sem allir forsetar Ligue 1 eru sammála um þá er það að ákvörðunin um að enda tímabilið var tekin alltof snemma," sagði Lopez.

„Við höldum áfram að kvarta því okkur tekst ekki að halda í við stærstu deildirnar í Evrópu, því okkur gengur ekki nógu vel í Evrópukeppnum.
Það er ekki með því að stöðva deildina okkar á undan hinum sem við setjum okkur í góða stöðu.

„Við vitum ekki enn hversu langt afleiðingarnar ná. Þetta var hörmuleg ákvörðun."


Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, hefur verið sérstaklega harðorður í gagnrýni sinni á ákvörðuninni.

Lille endaði í fjórða sæti deildarinnar því tímabilið var blásið af. Liðið mun því taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa endað aðeins einu stigi á eftir Rennes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner