Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 15:19
Elvar Geir Magnússon
Foden skellti sér á ströndina og fær skammir
Foden á ströndinni.
Foden á ströndinni.
Mynd: Twitter
Miðjumaðurinn Phil Foden mun fá skammir frá félagi sínu, Manchester City, fyrir að brjóta reglur um fjarlægðartakmarkanir vegna kórónaveirufaraldursins.

Foden skellti sér á ströndina og lék fótbolta með almenningi. Skorað var á hann í leik og hann var klár í slaginn.

Leikmaðurinn ungi braut reglur um að halda tveggja metra fjarlægð.

Leikmönnum hjá City hefur verið sagt að halda tveggja metra fjarlægð frá fólki utan æfingasvæðisins.

Þá fjalla enskir fjölmiðlar líka um að Foden hafi sett sig í meiðslahættu en enska úrvalsdeildin á að fara aftur af stað 17. júní þegar City á leik gegn Arsenal.

Foden er tvítugur og er í miklum metum hjá Etihad. Honum er ætlað að fylla skarð David Silva sem yfirgefur City eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner