Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. júní 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón fékk leyfi frá einni æfingu til að fara í jarðarför
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni var fjallað um það að óánægja væri innan Fram með það að Jón Sveinsson, þjálfari liðsins, hefði sleppt nokkrum æfingum fyrir leik gegn KA síðasta sunnudag.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins, sagði frá því að Nonni, eins og hann er kallaður, hefði farið norður í fjögurra daga frí fyrir leikinn og hefði svo hitt liðið einum og hálfum tíma fyrir leik. „Er það eðlilegt?" spurði Kristján og bætti við að hann hefði fengið þennan mola sendan.

Fótbolti.net hefur hins vegar heimildir fyrir því að Jón hafi keyrt á Siglufjörð eftir æfingu hjá liðinu á föstudeginum og fékk hann leyfi frá æfingu á laugardeginum til að vera viðstaddur jarðarför nákomins ættingja. Hann var ekki í fríi og var ekki fjarverandi á fleiri æfingum.

Hann hitti svo liðið fyrir norðan eftir jarðarförina og stýrði leiknum gegn KA.

Fram, sem er í tíunda sæti Bestu deildarinnar, mætir botnliði Keflavíkur í Úlfarsárdalnum á eftir. Flautað verður til leiks klukkan 19:15 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner