Guðmunda Brynja Óladóttir skaut HK-ingum á toppinn í Lengjudeildinni er hún gerði eina markið í 1-0 sigri á Aftureldingu í kvöld.
Guðmunda skoraði strax á 2. mínútu með góðu skoti eftir að hún fékk sendingu frá vinstri kantinum.
HK átti fullt af hættulegum færum í fyrri hálfleiknum en fór illa með þau.
Undir lok hálfleiksins gat Afturelding komist í dauðafæri til að jafna er Hlín Heiðarsdóttir var að sleppa í gegn en dæmd rangstaða. Þjálfarateymi Aftureldingar var ósátt við dómgæsluna enda virtst hún réttstæð þegar hún fékk sendinguna í gegn.
HK hélt áfram að hóta í þeim síðari en náði ekki að bæta við öðru marki. Lokatölur 1-0 og liðið að vinna fjórða leikinn í röð og er nú á toppnum með 13 stig. Afturelding í 5. sæti með 5 stig.
KR vann þá óvæntan 2-1 sigur á Grindavík. Hugrún Helgadóttir skoraði á 6. mínútu og bætti Jewel Boland við öðru á 56. mínútu áður en Arianna Lynn Veland minnkaði muninn sjö mínútum síðar.
Fyrsti sigur KR staðreynd og liðið nú með 3 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Grindavík er í 6. sæti með 5 stig.
Úrslit og markaskorarar:
KR 2 - 1 Grindavík
1-0 Hugrún Helgadóttir ('6 )
2-0 Jewel Boland ('56 )
2-1 Arianna Lynn Veland ('63 )
Afturelding 0 - 1 HK
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('2 )
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 18 | 12 | 3 | 3 | 54 - 24 | +30 | 39 |
2. Fylkir | 18 | 12 | 2 | 4 | 53 - 24 | +29 | 38 |
3. HK | 18 | 11 | 2 | 5 | 45 - 26 | +19 | 35 |
4. Grótta | 18 | 10 | 3 | 5 | 55 - 33 | +22 | 33 |
5. Afturelding | 18 | 8 | 5 | 5 | 36 - 29 | +7 | 29 |
6. Grindavík | 18 | 8 | 4 | 6 | 39 - 38 | +1 | 28 |
7. Fram | 18 | 6 | 4 | 8 | 27 - 35 | -8 | 22 |
8. FHL | 18 | 5 | 3 | 10 | 35 - 44 | -9 | 18 |
9. KR | 18 | 3 | 1 | 14 | 22 - 54 | -32 | 10 |
10. Augnablik | 18 | 1 | 1 | 16 | 19 - 78 | -59 | 4 |
Athugasemdir