Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   fös 02. júní 2023 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Þriðji sigur Þórsara kom gegn Ægi
Lengjudeildin
watermark Þór vann Ægi á Þórsvelli
Þór vann Ægi á Þórsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 3 - 1 Ægir
1-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('42 )
2-0 Alexander Már Þorláksson ('46 )
2-1 Ivo Alexandre Pereira Braz ('86 )
3-1 Kristófer Kristjánsson ('89 )
Lestu um leikinn

Ægismenn eru enn í leita að fyrsta sigrinum í Lengjudeild karla en liðið beið lægri hlut fyrir Þór, 3-1, á Þórsvellinum í dag.

Fannar Daði Malmquist Gíslason gerði eina markið í fyrri hálfleiknum en það gerði hann á 42. mínútu eftir fyrirgjöf Arons Inga Magnússonar.

Stuttu eftir markið fékk Hrvoje Tokic dauðafæri til að jafna metin undir lok hálfleiksins en hann setti boltann framhjá.

Alexander Már Þorláksson var fljótur að koma Þór í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Hann skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vilhelm Ottó Biering Ottóssyni.

Á 84. mínútu vildu Þórsarar fá vítaspyrnu eftir fyrirgjöf sem virtist fara í höndina á Atla Rafni Guðbjartssyni. Ekkert dæmt og tveimur mínútum síðar minnkaði Ivo Braz muninn eftir sendingu frá Cristofer Moises Rolin.

Þórsarar ætluðu ekki að glutra þessu niður á lokamínútum og sá Kristófer Kristjánsson til þess að liðið færi heim með öll stigin. Ingimar Arnar Kristjánsson kom með sendingu á Kristófer sem kláraði vel.

Þriðji sigur Þórsara staðreynd og liðið áfram í 5. sæti með 9 stig en slakari markatölu en Selfoss sem er í fjórða sætinu. Ægir er áfram á botninum með 1 stig.
Athugasemdir