Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 02. júní 2023 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn"
Það voru lætir eftir leik.
Það voru lætir eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net
Það voru mikil læti eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn var ótrúlegur en Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma.

Víkingar voru verulega ósáttir eftir jöfnunarmarkið en þeim fannst sem svo að dómarinn hefði átt að vera búinn að flauta leikinn af.

Eftir jöfnunarmarkið þá brutust út smávegis slagsmál ef svo má segja. Til dæmis þá lá Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir að Logi Tómasson ýtti honum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, reifst þá við Sölva Geir Ottesen og fóru þeir haus í haus en Sölvi fékk að líta rauða spjaldið. Óskar lét Víkinga heyra það í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik.

„Ég nenni ekki að tala um þetta, en ég get svo sem gert það. Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir voru aggressívir og öskrandi á allt. Svo endar þetta svona," sagði Óskar og bætti við:

„Það er ekkert nýtt, þeir hafa alltaf verið svona og það er ekkert að fara að breytast. Þetta er þeirra leið. Það er hiti á milli þessara liða og þetta eru miklir baráttuleikir."

Sjá einnig:
Myndir og myndband af látunum á Kópavogsvelli - „Ekki á margir á þessu landi sem færu í þann slag“
Óskari fannst Víkingar vera í köðlunum - „Byrja að tefja á 30. mínútu"
Athugasemdir
banner
banner
banner