Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 02. júní 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tími Stanislas hjá Bournemouth liðinn
Junior Stanislas hefur yfirgefið Bournemouth en samningur leikmannsins við félagið rennur út í lok mánaðar.

Stanislas var í níu ár hjá félaginu og upplifði það í tvígang að fara upp með liðinu úr Championship deildinni. Hann skoraði 38 mörk í 178 leikjum með liðinu.

„Junior er einn af þeim leikmönnum sem hefur verið hvað lengst hjá okkur, við óskum honum ekkert nema þess besta í framtíðinni."

„Hann spilaði risa hlutverk í því að koma félaginu á þann stað sem það er á nú og hans hæfileikar og dugnaður hefur verið innblástur fyrir fólk í kringum hann."

„Við þökkum fyrir og kunnum að meta hans framlag á vellinum og utan hans,"
sagði Neill Blake framkvæmdastjóri félagsins.

Stanislas er 33 ára enskur vængmaður sem uppalinn er hjá West Ham og hefur einnig leikið með Southend og Burnley.
Athugasemdir