lau 02. júlí 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Halldóra ósátt með dómarana: Geta ekki hlaupið útfyrir miðjuhringinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldóra Birta Sigfúsdóttir, leikmaður Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis F. í Lengjudeild kvenna, er ósátt með þann staðal af dómgæslu sem er við lýði í deildinni.


Í dag töpuðu Austfirðingar heimaleik gegn HK og ákvað Halldóra að gagnrýna dómgæsluna harkalega að leikslokum.

Hún birti mynd með texta í 'story' á Instagram þar sem hún lét allt flakka varðandi dómgæsluna sem hún hefur þurft að upplifa í Lengjudeildinni.

„Standardinn í dómaramálum í 1. deild kvenna er til skammar," skrifaði Halldóra yfir mynd þar sem HK virðist skora rangstöðumark í dag.

„Við fyrir austan fáum alltaf sömu dómara sem eru ekki í neinu formi og geta hvorki hlaupið útfyrir miðjuhringinn né verið í línu við varnarlínu liðanna.

„Hér dæma þeir t.d. mark og aðaldómarinn er hvergi sjáanlegur og ekki í neinni stöðu til þess að sjá hvað er að gerast. Aðstoðardómarinn var ekki í línu við varnarmenn og sér þetta þar af leiðandi ekki heldur."


Athugasemdir
banner
banner
banner