Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. júlí 2022 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Ótrúlega svekkjandi tap fyrir Bodö/Glimt
Mynd: EPA

Odd 3 - 2 Bodö/Glimt
1-0 Milan Jevtovic ('19)
1-1 Amahl Pellegrino ('29)
2-1 Conrad Wallem ('59)
2-2 Isak Amundsen ('97)
3-2 Espen Ruud ('98, víti)
Rautt spjald: Odin Bjortuft, Odd ('84)


Alfons Sampsted lék allan leikinn í gríðarlega svekkjandi tapi Bodö/Glimt í efstu deild norska boltans.

Glimt heimsótti Odd til Skien og lenti undir snemma leiks en Amahl Pellegrino jafnaði.

Glimt var sterkari aðilinn en heimamenn náðu góðum skyndisóknum og tóku forystuna aftur í seinni hálfleik. 

Á 84. mínútu missti Odd miðvörð af velli með rautt spjald og þá flæktust hlutirnir. Glimt óð í færum og náði loks að jafna seint í uppbótartíma þegar Isak Amundsen skoraði á 97. mínútu.

Glimt reyndi að sækja sigurinn en það kom í bakið á þeim. Heimamenn í Odd komust í sókn og fengu dæmda vítaspyrnu sem Espen Ruud skoraði úr á 98. mínútu.

Lokatölur 3-2 eftir dramatískan lokakafla og er Glimt áfram í fimmta sæti með 19 stig eftir 12 umferðir. Odd er með 18 stig eftir 13 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner