Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 11:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki margir leikmenn í Pepsi Max með þessa eiginleika"
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson átti stórkostlegan leik fyrir Breiðablik í 5-3 sigrinum á ÍA í Pepsi Max-deildinni fyrir viku síðan. Gísli hefur komið sterkur inn í lið Blika á þessu tímabili.

Arnar Hallsson, leikgreindi leikinn fyrir Fótbolta.net, og kom sérstaklega inn á frammistöðu Gísla.

„Gísli Eyjólfs og Andri Yeoman komu inn á miðjuna með Alexander og þeir pökkuðu miðjunni saman í þessu leik. Hlutverk Andra var að lesa leikinn og koma spilinu í gang. Gísli var mjög beittur sóknarlega og Alexander er mjög kröftugur og var alveg svakalega áberandi í pressu Blikanna," sagði Arnar.

„Blikarnir héldu veislu sóknarlega úti vinstra megin frá sér séð. Höskuldur og Gísli ná einstaklega vel saman í spilinu. Þeir þurfa ekki mikið pláss til vinna með. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með Gísla í því að veiða menn inn og spila síðan framhjá þeim og fara á blindu hlið þeirra. Tæknileg gæði þurfa vissulega að vera til staðar en það sem mikilvægara er að tilfinningin fyrir tímasetningum þarf að ákaflega góð. Að hægja niður, veiða andstæðinginn inn og síðan sprengja upp. Ekki margir leikmenn í Pepsi Max-deildinni með þessa eiginleika," segir Arnar enn fremur.

Smelltu hérna til að lesa leikgreiningu Arnars.

Sjá einnig:
Bestur í 9. umferð: Frábær í fyrstu 90 mínútunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner