Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltalið megi ekki æfa en skemmtistaðir opnir til 23 á kvöldin
Fótboltalið á Íslandi hafa fengið tilmæli um að æfa ekki saman til 13. ágúst.
Fótboltalið á Íslandi hafa fengið tilmæli um að æfa ekki saman til 13. ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á meðan eru barir opnir til 23 og þar mega 100 manns koma saman.
Á meðan eru barir opnir til 23 og þar mega 100 manns koma saman.
Mynd: Getty Images
„Mér finnst samræmið lítið og fótboltinn að láta tuska sig til í þessum reglum," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Öllum fótboltaleikjum hefur verið frestað til 5. ágúst að minnsta kosti og hefur sóttvarnarlæknir ráðlagt að æfingar með snertingu verði aflýst til 13. ágúst eftir að kórónuveirusmit fóru að aukast á ný á Íslandi.

Tak­mörk­un á fjölda sem kem­ur sam­an miðast við 100 ein­stak­linga og tveggja metra regl­an er orðin skylda aftur. Barir og skemmtistaðir mega vera opnir til klukkan 23 á kvöldin ef hægt er að tryggja tveggja metra regluna.

„Það eru sterk hagsmunarsamtök í samfélaginu sem virðist hafa fengið, og kannski er maður að taka stórt upp úr sér núna, sínu framgengt með frekju og með því að láta mikið á sér bera. Þá er ég að tala um bari, skemmtistaði og slíkt. Við látum hins vegar ekkert í okkur heyra, við erum bara að bíða eftir einhverjum tilmælum og hinkrum eftir því," sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar í Reykjavík, í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

„Manni finnst sumt af þessu vera óskiljanlegt miðað við annað sem er í gangi í samfélaginu."

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali síðar í þættinum og spurði Elvar Geir hann: „Finnst þér fótboltinn ekki vera undir að því leyti að fótboltalið mega ekki æfa með eðlilegum hætti á meðan barir eru opnir til 23 þar sem 100 ókunnugir koma saman. Spilakassar, þeir eru opnir og allt það. Meikar þetta sens?"

Guðni svaraði: „Ég held við verðum að segja það. Kjarninn í þessum reglum og sóttvarnarúrræðum er þessi tveggja metra regla, að við virðum hana. Í keppni og æfingum er mjög erfitt að viðhalda henni. Það er verið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess að láta þjóðfélagið halda áfram og ganga, en á sama tíma grípa til þessara úrræða til að ná tökum á faraldrinum."

„Auðvitað kemur þetta illa við okkur, við erum að vona að það horfi til betri vegar í næstu viku. Við verðum líka að virða það sem verið er að fást við. Við verðum að gera okkar í því að passa upp á að þetta fari ekki lengra."

Hér að neðan má hlusta á umræðuna.
Íslenski boltinn í limbói vegna veirunnar - Klárum þetta mót!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner