Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. ágúst 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að það sé vilji allra að spila en spurning hvort félögin geta það"
Arnar Sveinn í leik gegn Fjölni.
Arnar Sveinn í leik gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Fylkis og forseti leikmannasamtaka Íslands, var í viðtali í gær við Morgunblaðið í gær um stöðuna.

Reglur varðandi kórónuveiruna á Íslandi hafa verið hertar eftir að smit fóru að aukast. Tveggja metra reglan er komin aftur í gildi og eru manna takmörk á samkomum.

Arnar telur að leikmenn séu tilbúnir í að gera það sem þarf til að hægt sé að klára Íslandsmótið. Það er mikil óvissa varðandi það hvort leikir og æfingar geti farið fram, en sóttvarnarlæknir er búinn að gefa tilmæli um að íþróttastarfssemi með snertingu verði stöðvuð til 13. ágúst.

„Maður veit ekki hvað þetta var­ir lengi. Nú er búið að herða sam­komu­bann í tvær vik­ur og KSÍ búið að fresta leikj­um til 5. ág­úst en það hef­ur enga merk­ingu aðra en að staðan verður tek­in aft­ur þá. En þetta er bara staðan og það þýðir ekki annað en að vera bjart­sýnn á að þetta byrji sem fyrst aft­ur," segir Arnar Sveinn.

Fótbolti erlendis hefur farið fram án áhorfenda á völlunum og var spilað í Mjólkurbikarnum síðasta fimmtudag án áhorfenda.

„Ég held að leik­menn liðanna séu til­bún­ir að gera það sem þarf til að klára mótið. Það er auðvitað ekki jafn skemmti­legt án áhorf­enda," segir Arnar og bætir við: „Ég held að það sé vilji allra að spila en svo er spurn­ing­in hvort fé­lög­in geta það. Geta þau haldið leiki og verið með fólk í gæslu þegar eng­ar tekj­ur koma inn af leikj­um? Ég held samt að lang­flest­ir séu á því að klára mótið, sé kost­ur á því."

„Það verður að koma í ljós með hvaða hætti það verður gert og snýst auðvitað á end­an­um um ör­yggi fólks. Það eina sem hægt er að gera í þessu er að bíða, vona það besta og búa sig und­ir það versta."

Viðtalið má lesa HÉRNA.
Athugasemdir
banner
banner