Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 10:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað er næst fyrir Eddie Howe?
Eddie Howe sagði skilið við Bournemouth eftir að hafa náð stórkostlegum árangri með félagið.
Eddie Howe sagði skilið við Bournemouth eftir að hafa náð stórkostlegum árangri með félagið.
Mynd: Getty Images
Hvað næst?
Hvað næst?
Mynd: Getty Images
Eddie Howe sagði í gær skilið við Bournemouth eftir að hafa þjálfað liðið í átta ár, reyndar í tólf ár með stuttri pásu.

Hinn 42 ára gamli Howe spilaði stærstan hluta leikmannaferilsins með Bournemouth og hefur tvisvar stýrt félaginu eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann kom liðinu úr D-deild í C-deild þegar hann stýrði því frá 2008 til 2011. Hann tók svo við Burnley um stutt skeið en mætti svo aftur til Bournemouth og kom félaginu úr C-deild í deild þeirra bestu.

Honum hefur tekist að halda Bournemouth í efstu deild frá 2015 en fyrr í þessari viku þá var fall niðurstaðan úr ensku úrvalsdeildinni eftir erfiðan endi á tímabilinu.

Bournemouth mun leita sér að nýjum þjálfara en það verður líklega ekki erfitt fyrir Howe að finna sér nýtt starf eftir allt það sem hann hefur gert hjá Bournemouth síðustu tólf árin.

Sports Yahoo fór yfir það hvað Howe gæti tekið sér fyrir hendur núna.

Tekur sér frí - Hversu lengi?
Howe skrifaði opið bréf til stuðningsmanna Bournemouth sem má lesa hérna. Hann endaði bréfið á því að segja: „Ég mun taka mér frí í sumar til að njóta með fjölskyldu minni og ég hlakka til næsta kafla í mínu lífi." Hversu lengi Howe verður fyrir utan leikinn fagra, það á eftir að koma í ljós. Það er mjög stressandi að starfa sem knattspyrnustjóri, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni og Howe hefur talað um það. Það er langt síðan Howe hefur tekið sér gott frí og hann mun njóta á meðan það stendur yfir.

Nýtt upphaf
Það hefur lengi verið talað um það að Howe eigi að taka við stærra félagi en spurning er: Hvaða félag? Að Bournemouth skyldi falla hefur tekið orðspor hans niður að einhverju leyti en hann verður klárlega eftirsóttur þegar starf losnar. Eins og staðan er núna þá er ekkert starf í ensku úrvalsdeildinni laust. Þegar hann var á hátindi sínum með Bournemouth var hann orðaður við Arsenal og Tottenham, en það er líklega ekki raunhæft núna. Lið um miðja töflu, lið eins og Crystal Palace og Newcastle er líklega raunhæfara. West Ham gæti líka verið möguleiki.

Útlönd
Munið þið þegar David Moyes fór til Real Sociedad? Er það eitthvð sem gæti heillað Howe? Að fara til útlanda eða jafnvel að taka við landsliði. Ásamt Moyes eru Chris Coleman, Nigel Pearson og Alan Pardew breskir stjórar sem hafa tekið skrefið til útlanda með misjöfnum árangri. Að fara til útlanda er líklega erfiðara núna en oft áður í ljósi kórónuveirufaraldursins. Að fara yfir landamærin til Skotlands er kannski möguleiki, en það væri þá bara fyrir Celtic eða Rangers, ef það. Þá hefur verið talað um Howe sem mögulegan landsliðsþjálfara Englands, en það er ólíklegra núna þegar hann er með fall á ferilskránni.

Greinina má lesa hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner