Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Alfons og félagar aftur á sigurbraut - Með sex stiga forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar er Bodö/Glimt lagði Strömsgodset að velli í efstu deild norska boltans.

Leikurinn var jafn bauð uppá mikla skemmtun þar sem Alfons og félagar þurftu að taka forystuna þrisvar sinnum til að vinna.

Ari Leifsson var ónotaður varamaður í liði gestanna en hann missti byrjunarliðssætið í byrjun júlí og hefur ekki komið við sögu síðan um síðustu mánaðarmót.

Bodö/Glimt hefur farið feykilega vel af stað og var þetta ellefti sigur liðsins eftir tólf fyrstu umferðir tímabilsins. Liðið er með sex stiga forystu á Molde á toppi deildarinnar.

Strömsgodset er um miðja deild, með 15 stig.

Bodö/Glimt 3 - 2 Strömsgodset
1-0 P. Zinckemagel ('12)
1-1 M. Mawa ('13)
2-1 N. Gunnarsson ('28, sjálfsmark)
2-2 K. Tokstad ('66)
3-2 J. Hauge ('67)

Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði í 4-0 tapi Álasunds gegn Sarpsborg. Davíð Kristján Ólafsson var ónotaður varamaður.

Álasund er á botninum með sex stig eftir tólf umferðir. Sarpsborg er með fjórtán stig.

Dagur Dan Þórhallsson fékk þá síðustu mínúturnar er Mjondalen steinlá gegn Start og var Axel Óskar Andrésson ónotaður varamaður í tapleik Viking gegn Kristiansund.

Start klifraði uppfyrir Mjondalen í fallbaráttunni með sigrinum. Viking er rétt fyrir ofan fallsvæðið.

Sarpsborg 4 - 0 Ålesund
1-0 I. Coulibaly ('49)
2-0 Mos ('52, víti)
3-0 Mos ('63, víti)
4-0 J. Soltvedt ('92)

Start 3 - 0 Mjondalen
1-0 K. Tonnesen ('20)
2-0 E. Schulze ('88)
3-0 S. Skalevik ('90)

Viking 1 - 2 Kristiansund
1-0 V. Berisha ('12)
1-1 O. Skarsem ('65)
1-2 ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner