Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. ágúst 2020 17:39
Ívan Guðjón Baldursson
Skotland: Edouard byrjar nýtt tímabil á þrennu
Mynd: Getty Images
Celtic 5 - 1 Hamilton
1-0 Odsonne Edouard ('20)
2-0 Jeremie Frimpong ('31)
2-1 Scott Martin ('34)
3-1 Odsonne Edouard ('49)
4-1 Odsonne Edouard ('53)
5-1 Patryk Klimala ('90)

Franski framherjinn Odsonne Edouard er eftirsóttur af félögum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa skorað 22 mörk í 27 deildarleikjum með Celtic á síðustu leiktíð.

Edouard er 22 ára gamall. Hann er alinn upp hjá PSG og gjörsamlega raðaði inn mörkunum fyrir yngri landslið Frakklands, þar sem hann gerði meðal annars 11 mörk í 6 leikjum fyrir U21.

Í dag var hann á sínum stað í byrjunarliði Celtic sem tók á móti Hamilton í fyrstu umferð nýs tímabils í Skotlandi. Frakkinn ungi gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum.

Edouard gerði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik. Hann gerði út af við viðureignina með tvennu í upphafi síðari hálfleiks og urðu lokatölur 5-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner