Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. ágúst 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Smalling á leið aftur til Man Utd - Vertonghen fer til Roma
Vertonghen spilaði 30 leiki með Tottenham á tímabilinu, 23 af þeim voru í úrvalsdeildinni.
Vertonghen spilaði 30 leiki með Tottenham á tímabilinu, 23 af þeim voru í úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Chris Smalling gerði góða hluti sem lánsmaður hjá AS Roma á ítalska deildartímabilinu. Hann var lykilmaður í liði Roma og spilaði 30 deildarleiki.

Ítalska félagið vildi kaupa hann af Manchester United en var ekki reiðubúið til að greiða þá upphæð sem Rauðu djöflarnir kröfðust. Smalling er því á leið aftur til Manchester.

Roma hefur snúið sér að Jan Vertonghen í staðinn þar sem ekki þarf að greiða kaupverð fyrir hann. Hinn 33 ára gamli Vertonghen er samningslaus eftir átta ára dvöl hjá Tottenham, þar sem hann spilaði yfir 300 leiki.

Samkvæmt Il Corriere dello Sport fær Vertonghen tveggja ára samning hjá Roma.

Varnarmaðurinn er hokinn af reynslu eftir að hafa spilað 118 landsleiki fyrir Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner