Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. ágúst 2021 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Köldu kvöldin í Burnley verða erfið öllum"
Jóhann Berg í landsleik. Hann leikur með Burnley.
Jóhann Berg í landsleik. Hann leikur með Burnley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttamenn Fótbolta.net eru á því máli að Íslendingalið Burnley endi í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, gefur sitt álit á öllum liðum deildarinnar hér á Fótbolta.net. Nýverið greindum við frá því að enski boltinn yrði áfram hjá Símanum.

„Burnley hefur átt “slæmt” tímabil og gott tímabil til skiptist alveg frá því að liðið kom upp um deild. Fyrst var það 16. sæti, svo Evrópusæti, eftir það 15. sæti, tíunda sæti þar síðast og svo var liðið í alvöru fallbaráttu í vor," segir Tómas.

„Það er auðvelt að segja að það sé að líða undir lok þessa verkefnis, sérstaklega þegar að leikmannamarkaðurinn er ekki merkilegri en hann hefur verið í sumar hjá Dyche. Að því sögðu er liðið áfram með alla sína bestu menn áfram og fær vonandi Jóa Berg inn í betra ástandi."

„Þetta verður áfram kröftugur og beinskeyttur bolti og köldu kvöldin í Burnley verða erfið öllum en það má ekki búast við miklum flugeldasýningum."
Athugasemdir
banner
banner
banner