Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 02. ágúst 2021 21:42
Victor Pálsson
Leikmaður Newcastle fer virkilega í taugarnar á Shearer - „Ég væri öskrandi á hann"
Alan Shearer, goðsögn Newcastle, verður oft pirraður er hann horfir á vængmanninn Allan Saint-Maximin spila fyrir félagið.

Saint-Maximin er fljótur og teknískur vængmaður sem elskar fátt meira en að vera með boltann og taka varnarmenn á.

Shearer vill þó meira frá Saint-Maximin og telur hann geta skilað fyrirgjöfum mun fyrr í teiginn en hann hefur gert.

Af hverju Saint-Maximin gefur ekki boltann oftar er spurning sem Shearer spyr sjálfan sig að.

„Ég get verið erfiður við Saint-Maximin þegar ég fer yfir leiki en ég var eins sem leikmaður," sagði Shearer.

„Við vitum að hann kemst framhjá mönnum og er ótrúlega snöggur í fótunum en sem fyrrum framherji þá fer hann í taugarnar á mér."

„Ég hugsa oft með mér: 'Gefðu boltann bara fyrir markið!' - hann getur gert það svo af hverju ekki að gera það oftar?"

„Ég væri öskrandi á hann, ég velti því fyrir mér hvort Callum Wilson hugsi það sama."
Athugasemdir