Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. ágúst 2022 12:41
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði ÍA settur á bekkinn - Nokkrir markverðir deildarinnar misst stöðu sína
Árni Snær Ólafsson.
Árni Snær Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari botnliðs ÍA í Bestu deildinni, hefur verið að hræra til í uppstillingu og leikkerfi Skagaliðsins í von um að detta inn á betra gengi. Í gær tók hann upp það ráð að setja fyrirliðann og markvörðinn Árna Snær Ólafsson á varamannabekkinn.

Nafni hans, Árni Marinó Einarsson, varði mark ÍA gegn Breiðabliki en náði ekki að koma í veg fyrir 3-1 sigur Kópavogsliðsins.

Fróðlegt verður að sjá hvort Árni Marinó sé kominn til að vera í marki ÍA en liðið hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni. Árni Snær yrði þá ekki sá fyrsti á tímabilinu í Bestu deildinni sem missir sæti sitt sem aðalmarkvörður á tímabilinu.

Halldór Páll Geirsson hóf tímabilið sem aðalmarkvörður ÍBV og spilaði fyrstu fimm leikina áður en Guðjón Orri Sigurjónsson vann stöðuna af honum. Halldór hefur nú skipt yfir í KFS í Vestmannaeyjum.

Stubbur, Steinþór Már Auðunsson, hefur misst stöðu sína sem aðalmarkvörður KA og hefur Kristijan Jajalo hirt sætið með góðri frammistöðu.

Þá er spurningamerki við stöðuna hjá Val eftir að Frederik Schram var fenginn á Hlíðarenda. Hann hefur verið í rammanum síðustu leiki en Guy Smit er á meiðslalistanum.

Ýmsir varamarkverðir hafa komið við sögu í deildinni í sumar vegna meiðsla og leikbanna en hjá aðeins fimm liðum hefur sami markvörðurinn spilað allar mínúturnar; Breiðabliki, Stjörnunni, KR, Fram og Leikni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner