Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 02. ágúst 2022 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Við ætlum bara horfa fram á við og klifra upp töfluna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR vann 1-0 sigur á KA á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Þetta var kærkominn sigur en liðið hafði ekki unnið í 6 leikjum í röð.


Lestu um leikinn: KA 0 -  1 KR

„Rosalega ljúft, þetta var erfiður leikur, KA menn komnir með mikið sjálfstraust og settu okkur undir mikla pressu á köflum en við spiluðum sem góð liðsheild og hentum okkur fyrir allt og knúðum fram sigur," sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við vorum allir sammála um það byggja ofan á Vals leikinn, góð frammistaða sem við áttum skilið að vinna. Þar skoruðum við snemma og verðum kannski full ragir, hefðum þess vegna getað skorað 2-3 mörk úr hraðupphlaupum."

Nú er bara að horfa fram á við segir Theodór.

„Við vitum að við höfum verið að spila undir getu. Höfum margir stigið upp í síðustu leikjum, það var kannski botnin gegn Fram, ég tel að við höfum náð spyrna okkur vel upp frá því. Við ætlum bara horfa fram á við og klifra upp töfluna."


Athugasemdir
banner