Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 02. ágúst 2024 12:59
Elvar Geir Magnússon
Shaktar Donetsk: Nei, þetta er ekki Jurgen Klopp
Jurgen Klopp? Nei Ihor Grshkovich.
Jurgen Klopp? Nei Ihor Grshkovich.
Mynd: Shaktar Donetsk
Sjúkraþjálfarinn Ihor Grshkovich hjá úkraínska félaginu Shaktar Donetsk hefur orðið óvænt stjarna meðal netverja, þar sem hann er talinn líkjast sjálfum Jurgen Klopp gríðarlega mikið.

Shaktar ákvað að taka þátt í gríninu og tilkynnti það á samfélagsmiðlunum X að Klopp væri ekki kominn í starfsteymi liðsins, heldur væri um að ræða sjúkraþjálfarann og nuddarann Ihor.

Klopp sjálfur er að taka sér frí eftir starf sitt sem stjóri Liverpool og segist ekki vera á leið í þjálfun á næstunni.


Athugasemdir
banner