Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 02. ágúst 2024 11:39
Elvar Geir Magnússon
Tapið gegn Fram reyndist síðasta hálmstrá Arnars
Arnar Grétarsson var rekinn í Skotlandi.
Arnar Grétarsson var rekinn í Skotlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson var rekinn fljótlega eftir 4-1 tap liðsins gegn St Mirren í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Það var þó 4-1 tapið gegn Fram í Bestu deildinni síðasta sunnudag sem reyndist síðasta hálmstrá Arnars.

Staða hans hafði verið ótrygg um nokkuð skeið og eftir tapið í gær var honum tilkynnt að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur. Nokkrum mínútum seinna kom svo tilkynning um að Túfa tæki við liðinu.

Augljóst var á tilkynningunni að búið var að ákveða örlög Arnars fyrir leikinn í gær. Allt var klappað og klárt. Bak við tjöldin hjá æðstu mönnum Vals höfðu verið umræður í nokkurn tíma um hvort best væri að skipta um mann í brúnni.

Valur hafði tapað mikilvægum leikjum þar sem liðið var sigurstranglegra, þar á meðal deildarleik gegn ÍA í lok júní þegar topplið Víkings var að hiksta og svo undanúrslitaleik gegn KA í bikarnum.

Arnar var svo rekinn í Skotlandi í gærkvöldi og kvaddi leikmenn áður en tilkynningin var send út. Valsliðið flýgur heim í dag og fyrsti leikur Túfa við stjórnvölinn verður gegn KA á Akureyri. Það er vel við hæfi að það sé fyrsti leikur Túfa, sem er fyrrum leikmaður og þjálfari KA og mjög vinsæll á Akureyri. Þá eru þetta tvö síðustu lið sem Arnar Grétars hefur þjálfað.

Arnar vill ekki tjá sig opinberlega um brottreksturinn frá Val á þessari stundu. Liðið er í þriðja sæti Bestu deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner