Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. október 2019 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Ég er ekki reiður
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Það er betra að læra á meðan leik stendur en að tala um hlutina eftir hann," sagði Jurgen Klopp eftir 4-3 sigur Liverpool gegn Salzburg í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool komst í 3-0 en kastaði frá sér forystunni. Eftir klukkutíma leik jafnaði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland fyrir Salzburg í 3-3. Sem betur fer fyrir Liverpool þá skoraði Mohamed Salah fjórða markið á 69. mínútu.

„Mér fannst við framúrskarandi fyrstu 30 mínúturnar, en svo breytti Salzburg um kerfi og við vorum að missa boltann frá okkur. Það olli vandræðum fyrir okkur."

„Meðbyrinn var með þeim og það var erfitt að ná fótfestu í leiknum. Við urðum að bíða þangað til þeir skoruðu þriðja markið, þá gátum við svarað."

„Ég er ekki reiður. Ég sá okkur spila mjög vel og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við skoruðum mjög gott mark. Þú þarft ekki að skora sex eða sjö mörk."

„Salzburg er mjög gott lið, en við gerðum þeim lífið leitt fyrstu 30 mínúturnar og spiluðum frábærlega."

Liverpool er núna með þrjú stig eftir tap gegn Napoli í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

„Þetta er mjög erfiður riðill, en okkur langaði í stigin þrjú og núna er það áfram gakk."
Athugasemdir
banner
banner
banner