Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. október 2019 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool ekki rekið úr deildabikarnum
Pedro Chirivella
Pedro Chirivella
Mynd: Getty Images
Liverpool verður ekki rekið úr deildabikarnum, félagið verður sektað um 200 þúsund pund (30,5 milljónir íslenskra króna) fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni.

Liverpool þarf að greiða 100 þúsund pund núna, en hin 100 þúsund pundin eru skilorðsbundin ef svo má að orði komast. Félagið þarf að borga þau ef það teflir aftur fram ólöglegum leikmanni í deildabikarnum. Þessi skilorðsbundna refsing gildir til loka næsta tímabils.

Liverpool vann 2-0 sigur á MK Dons í síðustu umferð deildabikarsins. Pedro Chirivella kom inn á sem varamaður í leiknum, en hann var ólöglegur og mátti ekki spila.

Chirivella var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool síðan 2016 en hann hefur verið lánaður í hollenska og spænska boltann undanfarin tímabil. Liverpool hafði ekki fengið leyfi til að spila honum í leiknum, en hann var í láni hjá Extremadura Union Deportiva á Spáni á síðustu leiktíð.

Málið var rannsakað og fékkst sú niðurstaða að ekki væri rétt að reka Liverpool úr keppninni.

Liverpool mætir Arsenal í 16-liða úrslitum deildabikarsins.

Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner