fös 02. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Logi Bergmann spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Logi Bergmann í góðum málum á Old Trafford á síðasta tímabili.
Logi Bergmann í góðum málum á Old Trafford á síðasta tímabili.
Mynd: .
Mourinho sækir stig á Old Trafford samkvæmt spá Loga.
Mourinho sækir stig á Old Trafford samkvæmt spá Loga.
Mynd: Getty Images
Steindi jr. var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum í síðustu umferð.

Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður á Símanum og K100, spáir í leikina að þessu sinni.



Chelsea 3 - 1 Crystal Palace (11:30 á morgun)
Chelsea er með mjög spennandi lið og spilar fínan fótbolta, fyrir utan fyrri hálfleikinn á móti WBA. Ég hef enga trú á því að það gerist aftur.

Everton 2 - 1 Brighton (14:00 á morgun)
Everton hefur byrjað ótrúlega og ætti að hafa þetta. Brighton er líka með mjög líflegt lið en ég held að tvö töp fyrir United á einni viku sitji aðeins í þeim.

Leeds 1 - 3 Manchester City (16:30 á morgun)
Ég held að City hljóti að klára þetta og sýna að Leicester leikurinn var bara slys. Leeds er samt með skemmtilegt lið og gæti alveg átt möguleika.

Newcastle 2 - 0 Burnley (19:00 á morgun)
Ástríðan hefur yfirhöndina og Burnley finnur ekki taktinn

Southampton 1 - 1 West Bromwich Albion (11:00 á sunnudag)
Tvö lið sem maður gleymir stundum að eru í þessari deild. Gæti ekki verið meira sama.

Leicester 2 - 1 West Ham (11:00 á sunnudag)
Vardy og félagar ættu að hafa þetta. Finnst samt að þeir séu helst í vandræðum með svona leiki og vinni svo stóru liðin. Mark West Ham kemur með skalla.

Wolves 3 - 1 Fulham (13:00 á sunnudag)
Fulham er á leiðinni niður. Liðið á örugglega eftir að vinna einhverja leiki en ekki þennan.

Arsenal 2 - 0 Sheffield United (13:00 á sunnudag)
Arsenal er meira spennandi en undanfarin ár en Sheffield virðist algjörlega vera búið að missa taktinn.

Manchester United 2 - 2 Tottenham (15:30 á sunnudag)
Þetta verður mikill leikur og mikið drama. Jose leggur allt í sölurnar fyrir þennan leik og úrslitin ráðast örugglega á Stockley Park. Að minnsta kosti eitt víti.

Aston Villa 0 - 3 Liverpool (18:15 á sunnudag)
Ég sé ekki mörg lið stoppa Liverpool sem er fullt af sjálfstrausti. Og alls ekki Aston Villa.

Fyrri spámenn
Sóli Hólm - 6 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner