banner
   sun 02. október 2022 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Gæslunni gekk illa að hemja nokkra stuðningsmenn Víkinga
Gæslan fjarlægir einn af hlaupabrautinni.
Gæslan fjarlægir einn af hlaupabrautinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var mikil stemmning á Laugardalsvelli í gær þar sem Víkingur vann FH  2 - 3 í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.  Stemmningin í stúkunni var góð en þó voru svartir sauðir innan um.


Öryggisgæslufyrirtæki sem starfaði við leikinn og hjálparsveitarfólk sem aðstoðaði gekk illa að hemja ákveðna stuðningsmenn Víkinga.

Einn gekk svo langt að hlaupa inn á völlinn á meðan gæslufólk horfði í hina áttina og þá voru mikil átök eftir annað mark Víkinga í leiknum þar sem einn var snúinn niður.

Myndir af því má sjá hér að neðan ásamt fleiri myndum úr stúkunni en stuðningsmenn Víkinga tendruðu óspart blys sem er stranglega bannað á vellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner