Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 02. október 2022 18:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
KA fagnaði Bikarmeistaratitli Víkings - Horfa í titilbaráttuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var mjög ánægður með að vinna KR í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins á Vesturbæingum í sumar.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„KRingarnir voru góðir, við vorum ekki nógu góðir að spila út, þeir settu strax pressu á okkur og náðu að klukka okkur. Þeir náðu að yfirmanna viss svæði á vellinum. Við fengum fín færi í fyrri hálfleiknum en gerðum varnarlega ekki alveg rétt," sagði Hallgrímur.

KA er nú með fjórtán stiga forystu á Val en Valur getur í mesta lagi náð í fimmtán stig. Efstu þrjú sætin gefa Evrópusæti eftir að Víkingur varð bikarmeistari. KA menn fögnuðu því.

„Þetta gerði þetta einfaldara fyrir okkur og ennþá einfaldara núna eftir að við unnum. Þetta er ekki alveg öruggt og við fögnum ekki mikið fyrr en þetta er alveg komið. Við ætlum að enda fyrir ofan Víking, við byrjuðum úrslitakeppnina með jafnmörg stig og ætlum að enda fyrir ofan. Það er örugg Evrópa svo sjáum við til í lokin hvort það sé hægt að kroppa eitthvað í Blikana ef þeir misstíga sig,"


Athugasemdir
banner