Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   sun 02. október 2022 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marsch: Börðust eins og ljón
Mynd: EPA

Jesse Marsch stjóri Leeds var mjög ánægður með markalaust jafntefli gegn Aston Villa í dag en liðið var manni færri lengst af í síðari hálfleik.


„Ég sá lið sem barðist eins og ljón, sem gerði allt til að halda markinu hreinu. Það var erfitt manni færri en að lokum sýndi það karakterinn að hafa náð í stig," sagði Marsch.

Hann var ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn hjá liðinu.

„Við þurfum að vera hugrakkari, við vorum of varasamir, vorum að spila til baka of mikið. Eftir landsleikjahléið vildi liðið ná í úrslit og mér fannst liðið vera aðeins of stressað og var ekki að spila með þeirri ákefð og sjálfstrausti sem við vildum."

Marsch sagði einnig að liðið hafi verið vel undirbúið fyrir þetta og hafi æft að vera manni færri vel síðustu vikur.


Athugasemdir
banner
banner