Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 02. október 2023 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Versta byrjun PSG eftir eigendaskiptin
Mynd: PSG
Mynd: EPA
PSG gerði markalaust jafntefli við Clermont í franska boltanum á laugardaginn og er þar með komið með 12 stig eftir 7 umferðir, sem er versta byrjun félagsins á deildartímabili frá því að Qatar Sports Investment keypti félagið í júní 2011.

Það var mikið umbreytingasumar innan herbúða PSG í ár, þar sem Luis Enrique var ráðinn sem nýr þjálfari liðsins á meðan Neymar og Lionel Messi voru meðal leikmanna sem yfirgáfu félagið.

Kylian Mbappé er enn hjá PSG en hann átti ekki góðan leik gegn Clermont þar sem hann afrekaði ekkert annað en að fá gult spjald fyrir dýfu seint í leiknum.

Mbappe komst nokkrum sinnum nálægt því að skora en besti maður vallarins Mory Diaw, sem ólst upp hjá PSG, gerði vel að verja marktilraunir frá honum, Randal Kolo Muani, Goncalo Ramos, Danilo Pereira og Ousmane Dembele í jafnteflinu.

PSG er í fimmta sæti frönsku deildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppliðum AS Mónakó og Brest. Stórveldið heimsækir Newcastle United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn og á svo annan erfiðan útileik gegn Rennes um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner