City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Mögulegt byrjunarlið gegn Úkraínu - Orðinn aðal og nokkur spurningarmerki
Tvær breytingar á liðinu?
Eimskip
Albert Guðmundsson er í líklegu byrjunarliði.
Albert Guðmundsson er í líklegu byrjunarliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas var frábær í París.
Andri Lucas var frábær í París.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elías Rafn Ólafsson var frábær gegn Frökkum eftir að hafa haft lítið að gera gegn Aserbaísjan.
Elías Rafn Ólafsson var frábær gegn Frökkum eftir að hafa haft lítið að gera gegn Aserbaísjan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikael Egill stimplaði sig vel inn í síðasta landsleikjaglugga.
Mikael Egill stimplaði sig vel inn í síðasta landsleikjaglugga.
Mynd: EPA
Framundan hjá íslenska landsliðinu eru tveir heimaleikir í undankeppni HM. Ísland mætir Úkraínu 10. október og Frakklandi 13. október.

Landsliðshópurinn var opinberaður í gær og ljóst hvaða leikmenn koma til greina í leikina sem eru framundan.

Ísland átti mjög góðan leik á Prinsavöllum gegn Frökkum í síðasta mánuði og við búumst ekki við mörgum breytingum á byrjunarliðinu frá þeim leik. Leikurinn gegn Úkraínu er leikur sem má ekki tapast og Arnar mun tefla sínu sterkasta liði fram.

Við spáum því að það verði tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Frökkum. Mikael Neville Anderson tæki sér sæti á bekknum ásamt Daníel Tristan Guðjohnsen. Spurningarmerkin eru hægra megin og nokkrar mögulegar sviðsmyndir.

Það er möguleiki á því að Arnar færi Hákon inn á miðsvæðið, Albert út til hægri, Daníel Tristan í framlínuna með bróður sínum, og Stefán Teit á bekkinn. Hákon og Ísak spiluðu mjög vel gegn Frökkum og kannski vill Arnar halda þeirri tengingu - þó hún hverfi auðvitað ekki ef annar hvor þeirra fer aðeins meira til hægri.

Ef þeir verða heilir þá verða Jón Dagur, Ísak, Andri Lucas, Hákon og Albert alltaf í liðinu.

Þrír af fjórum hljóta alltaf að byrja í varnarlínunni. Mikael Egill er að spila mikið í Serie A og átti góða leiki í síðasta verkefni. Daníel Leó og Sverrir Ingi hafa spilað vel saman, en það er spurningarmerki með Guðlaug Victor. Hann leit ekki nógu vel út í sigurmarki Frakka og spurning hvort Arnar leiti í sóknarsinnaðri bakvörð. Bjarki Steinn er í stóru hlutverki hjá Venezia, svo gæti Mikael farið yfir til hægri og Logi Tómasson í vinstri bakverðinum, en við spáum því samt að Gulli, með alla sína reynslu, byrji í hægri bakverði.

Aftast verður svo Elías Rafn Ólafsson sem var frábær í París og stimplaði sig inn sem aðalmarkmaður landsliðsins.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Athugasemdir
banner