Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 02. nóvember 2019 16:06
Aksentije Milisic
Ítalía: Roma lagði Napoli - Zaniolo heldur áfram að skora
Stöðva þurfti leikinn vegna kynþáttafordóma
Zaniolo fagnar marki sínu í dag.
Zaniolo fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Koulibaly varð fyrir kynþáttaníð.
Koulibaly varð fyrir kynþáttaníð.
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 1 Napoli
1-0 Nicolo Zaniolo ('19 )
1-0 Aleksandar Kolarov ('26 , Misnotað víti)
2-0 Jordan Veretout ('55 , víti)
2-1 Arkadiusz Milik ('72 )
Rautt spjald: Mert Cetin, Roma ('90)

Roma og Napoli áttust við í stórleik í ítölsku deildinni í dag. Fyrir leikinn voru Rómverjar í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig en Napoli í því sjötta, stigi á eftir.
Roma hefur verið á góðu skriði en liðið hafði unnið tvo af síðustu þremur leikjum í deildinni og aðeins fengið á sig eitt mark. Napoli hafði þá gert jafntefli í tveimur deildarleikjum í röð.

Leikurinn var mjög fjörugur og mörg atriði áttu sér stað sem vert er að fara yfir. Roma komst yfir á 19. mínútu þegar Ítalinn efnilegi Nicolo Zaniolo skoraði snyrtilegt mark eftir fallega sókn heimamanna. Mancini átti þá sendingu á Spinazzola sem komst að endamörkum og gaf boltann út í teiginn á Zaniolo sem skoraði upp í samskeytin nær. Með þessu marki var Zaniolo að skora í sínum fjórða leik í röð en hann tryggði m.a. sigurinn gegn AC Milan á dögunum.

Roma hélt áfram að sækja og á 26. mínútu leiksins dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu. Jose Callejon handlék þá knöttinn í baráttunni við Chris Smalling. Dómari leiksins sá ekki atvikið en eftir að hann skoðaði það á VAR skjánum benti hann á punktinn. Kolarov tók spyrnuna en Pau Lopez, markvörður Napoli varði vel. Þessi varsla gaf Napoli byr undir báða vængi og sótti liðið mikið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og liðið fékk urmul færa en inn vildi boltinn ekki. Þar á meðal skallaði Arkadiusz Milik knöttinn í slána og Zielinski skaut í stöngina í sömu sókn.

Roma byrjaði seinni hálfleikinn betur og fékk aftur vítaspyrnu, aftur handléku gestirnir knöttinn. Á 55. mínútu átti Javier Pastore fyrirgjöf sem fór í hendina á Mario Rui. Nú steig Jorda Veretout á punktinn og skoraði. Pau Lopez var nálægt því að verja aftur en spyrnan frá Veretout var aðeins of föst. Eftir þetta tóku Rómverjar meira yfir leikinn og Justin Kluivert skaut í þverslánna úr góðu færi á 60.mínútu.

Leikurinn stöðvaður vegna kynþáttafordóma
Á 69. mínútu gerðist leiðinlegt atvik og stöðva þurfti leikinn. Koulibaly kvartaði þá yfir kynþáttaníð sem hann varð fyrir. Edin Dzeko, fyrirliði Roma, bað þá stuðningsmennina um að hætta og einbeita sér að því að styðja liðið.

Napoli gafst ekki upp og á 72. mínútu minnkaði Arek Milik muninn. Hann skoraði þá af stuttu færi eftir sendingu frá Hirving Lozano. Mert Cetin, miðvörður Roma fékk rautt spjald undir lok leiks en nær komust gestirnir ekki og lokatölur 2-1 sigur Roma.

Roma fór upp í 3.sæti deildarinnar með sigrinum en Atalanta á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner