Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 02. nóvember 2019 16:45
Aksentije Milisic
Stöðva þurfti leik Roma og Napoli vegna kynþáttafordóma
Kalidou Khoulibaly.
Kalidou Khoulibaly.
Mynd: Getty Images
Roma og Napoli áttust við í ítölsku deildinni í dag á Ólympíuleikvangnum í Róm. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Á 69. mínútu stöðvaði dómari leiksins, Gianluca Rocchi, leikinn vegna kynþáttafordóma. Stuðningsmenn Roma voru þá með hróp og köll í átt að Kalidou Khoulibaly, varnarmanni Napoli. Leikurinn var stopp í nokkrar mínútur vegna þess.

Á meðan leikurinn var stopp, fékk dómari leiksins alla leikmenn saman á miðjuhringinn og ræddi við þá. Edin Dzeko, fyrirliði Roma, gekk þá um völlinn og bað stuðningsmenn liðsins um að hvetja liðið og láta andstæðingana í friði.

Staðan var 2-0 fyrir Roma þegar atvikið átti sér stað.

Sjá einnig:
Ítalía: Roma lagði Napoli - Zaniolo heldur áfram að skora
Athugasemdir
banner
banner
banner