Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 02. nóvember 2024 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars fundaði með HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er eina félagið í efstu tveimur deildum karla sem er í þjálfaraleit sem stendurr. Ómar Ingi Guðmundsson lét af störfum í vikunni og var í gær tilkynntur sem nýr þjálfari U15 landsliðs drengja hjá KSÍ, aðstoðarþjálfari U19 landsliðs karla og yfirmaður Hæfielikamótunar.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net, sem nú er í gangi á X-977, var sagt frá því að Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Vals, KA og Breiðablik, hefði fundað með HK. Arnar er uppalinn hjá græna liðinu í Kópavogi.

Arnar var síðast þjálfari Vals en var rekinn úr starfi í ágúst vegna óviðunandi árangurs.

Í Þungavigtinni í gær kom fram að HK hefði fundað með Viktori Bjarka Arnarssyni, fyrrum aðstoðarþjálfara HK, Kristján Óli Sigurðsson sagði einnig frá því að Hermann Hreiðarsson og Ágúst Gylfason hefðu rætt við HK.
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Athugasemdir
banner
banner