Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 02. nóvember 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk: Vonandi er í lagi með Konate
Konate sárþjáður
Konate sárþjáður
Mynd: EPA

Ibrahima Konate þurfti að fara af velli vegna meiðsla á hendi en Virgil van Dijk steig á hann í baráttu inn á teignum.


Atvikið átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks og Joe Gomez kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Það virtist ekki hafa áhrif á liðið sem var marki undir því Gomez kom gríðarlega sterkur inn á og Liverpool snéri blaðinu við og vann.

Van Dijk ræddi við Sky Sports eftir leikinn um meiðsli Konate.

„Það voru svo margir í kringum boltann og ég held að ég hafi skallað hann í hendina. Vonandi er þetta ekki of slæmt. Við verðum bara að bíða og sjá. Maður getur lifað með því að vera meiddur á hendi svo vonandi verður í lagi með hann," sagði Van Dijk.

Arne Slot, stjóri Liverpool, hrósaði Joe Gomez.

„Konate var mjög þjáður í hálfleik þá þarf maður að gera skiptingu. Það jákvæða er að við erum með tvo frábæra á bekknum í Joe Gomez og Jarell Quansah. Ég valdi Joe því Jareell var mjög þreyttur og hann sannaði að ég hafði rétt fyrir mér því hann var stórkostlegur," sagði Slot.


Athugasemdir