Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. desember 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Griezmann fékk ömurlegur móttökur hjá Atletico Madrid
Antoine Griezmann í leiknum í gær.
Antoine Griezmann í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Atletico Madrid létu Antoine Griezmann, leikmann Barcelona, heyra það þegar hann sneri aftur á sinn gamla heimavöll í
gærkvöldi.

Barcelona keypti Griezmann í sumar en stuðningsmenn Atletico Madrid líta svo á að Frakkinn hafi svikið félagið með því að fara til Börsunga.

Þegar Griezmann hitaði upp fyrir leikinn í gær sungu stuðningsmenn Atletico: „Griezmann, þú mátt deyja."

Baulað var á Griezmann þegar nafn hans var lesið upp í hátalarakerfinu fyrir leik sem og þegar hann snerti boltann í fyrsta skipti í leiknum.

„Þú vildir búa þér til nafn en þú gleymdir að vera maður," sagði á stórum borða í stúkunni á Wanda Metropolitano leikvanginum.

Griezmann og félagar í Barcelona fóru með sigur af hólmi en Lionel Messi skoraði sigurmarkið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner