Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mið 02. desember 2020 22:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Af hverju tók Ole ekki Fred af velli? Skiptar skoðanir
Mynd: Getty Images
Margir áhorfendur leiks Manchester United og PSG furðuðu sig á því af hverju Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, tók ekki miðjumanninn Fred af velli í hálfleik. Fred var stálheppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann fór með höfuðið í Leandro Paredes í fyrri hálfleik. Fred fékk gula spjaldið eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR. Donny van de Beek var að gera sig kláran að koma inn á fyrir Fred þegar rauða spjaldið fór á loft.

Fred hélt leik áfram og á 70. mínútu fékk hann reisupassann, seinna gula spjaldið, fyrir meint brot á Ander Herrera. Fred fór í boltann áður en hann fór í Herrera. Rauða spjaldið kom mínútu eftir að Marquinhos kom PSG yfir, lokatölur urðu svo 1-3 og United þarf að ná í úrslit í Leipzig í lokaumferðinni.

Mark Jones var fyrir hönd Mirror á Old Trafford í dag. Hann kemur inn á fimm athyglisverða punkta úr leiknum í uppgjöri sínu. Einn af þeim var hvers vegna Solskjær tók ekki Fred af velli, sérstaklega þar sem fimm skiptingar eru leyfðar í Meistaradeildinni.

„Athyglin ætti mögulega að vera á Solskjær fyrir að halda leikmanni inn á sem var með öll augu á sér eftir atvikið í fyrri hálfleik. Hann átti fimm skiptingar, Fred þarf að taka hluta ábyrðgarinnar á sig en stjórinn hjálpaði honum ekki," skrifaði Jones.

Reynir Leósson, í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport, segir að Solskjær hafi fallið á prófinu með að hafa ekki tekið Fred af velli. Ákvörðunin að halda Fred inn á hafi verið röng.

Paul Scholes, sérfræðingur á BT Sport, sér hlutina í öðru ljósi. „Ég get skilið af hverju Ole tók ekki Fred af velli. Síðustu 35 mínútur fyrri hálfleiks var United frábært. Algjör stjórn á leiknum og ég held að hann var sáttur með frammistöðuna."

Scholes bætti svo við að dómari leiksins hafi verið að bíða eftir tækifæri til að gefa Fred sitt seinna gula spjald.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner