Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. desember 2020 11:48
Elvar Geir Magnússon
Fór ekki eftir skipunum Gasperini
Papu Gomez.
Papu Gomez.
Mynd: Getty Images
Papu Gomez, fyrirliði Atalanta, var tekinn af velli í hálfleik gegn FC Midtjylland í Meistaradeildinni en hann fór ekki eftir skipunum þjálfarans Gian Piero Gasperini.

Argentínumaðurinn kom ekki aftur úr klefanum fyrir seinni hálfleikinn en 1-1 enduðu leikar.

Gasperini sagði eftir leik að hann hafi verið ósáttur við frammistöðu Gomez en La Gazzetta dello Sport segir að leikmaðurinn hafi ekki farið eftir skipunum þjálfara síns í fyrri hálfleik.

Rétt fyrir hálfleik, þegar Atalanta var undir í leiknum, sagði Gasperini við Gomez að hann ætti halda sig hægra megin en þessi 32 ára leikmaður svaraði hátt og snjallt með 'nei!'.

Svarið heyrðist vel á vellinum enda leikið án áhorfenda.

Atalanta vann Liverpool á Anfield nýlega en það er eini sigur liðsins í síðustu sex mótsleikjum. Atalanta er í áttunda sæti í ítölsku A-deildinni eftir níu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner