Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. desember 2021 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Á batavegi eftir að hafa farið í hjartastopp
Stuðningsmenn Watford
Stuðningsmenn Watford
Mynd: EPA
Larry Brooks, stuðningsmaður Watford, er á batavegi eftir að farið í hjartastopp í byrjun leiksins gegn Chelsea á Vicarage Road í gær.

Brooks fór í hjartastopp þegar um það bil ellefu mínútur voru búnar af leiknum í gær. Stuðningsmenn kölluðu til spænska leikmannsins Marcos Alonso og báðu hann um að koma skilaboðum áleiðis til dómarans og bráðaliða.

David Coote, dómari leiksins, stöðvaði leikinn og gengu leikmenn til búningsherbergja á meðan bráðaliðar huguðu að Brooks. Leikurinn var stopp í hálftíma áður en hann fór aftur af stað.

Endurlífgunartilraunir báru árangur og var Brooks fluttur á spítala í nágrenninu en líðan hans er góð og er hann á batavegi.

Watford hefur ákveðið að bjóða honum og eiginkonu hans á heimaleik þegar hann hefur náð sér að fullu.
Athugasemdir
banner
banner
banner