Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. desember 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Declan Rice sá besti fyrir utan efstu þrjú liðin
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Conor Gallagher.
Conor Gallagher.
Mynd: Getty Images
Þrjú lið berjast um enska meistaratitilinn; Chelsea, Manchester City og Liverpool. Football365 setti saman lista yfir þá tíu leikmenn sem eru utan við þessi þrjú lið og hafa verið bestir á tímabilinu.

West Ham á flesta á listanum, þar á meðal er miðjumaðurinn Declan Rice en þessi 22 ára leikmaður er gríðarlega eftirsóttur. West Ham þarf væntanlega að ná Meistaradeildarsæti til að eiga möguleika á að halda honum.

Í öðru sæti er Conor Gallagher sem hefur verið frábær fyrir Crystal Palace þar sem hann er á lánssamningi frá Chelsea. Nígeríski sóknarmaðurinn Emmanuel Dennis hjá Watford er í þriðja sæti.

1) Declan Rice (West Ham)
2) Conor Gallagher (Crystal Palace)
3) Emmanuel Dennis (Watford)
4) Maxwel Cornet (Burnley)
5) Gabriel Magalhaes (Arsenal)
6) Shane Duffy (Brighton)
7) Jamie Vardy (Leicester)
8) David de Gea (Manchester United)
9) Raphinha (Leeds)
10) Michail Antonio (West Ham)


Emmanuel Dennis
Athugasemdir
banner
banner