Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Fjögurra marka jafntefli í Tórínó
Andrea La Mantia fagnar jöfnunarmarkinu
Andrea La Mantia fagnar jöfnunarmarkinu
Mynd: EPA
Torino 2 - 2 Empoli
1-0 Tommaso Pobega ('10 )
2-0 Marko Pjaca ('15 )
2-1 Simone Romagnoli ('34 )
2-2 Andrea La Mantia ('72 )
Rautt spjald: Wilfried Stephane Singo, Torino ('32)

Torino og Empoli skildu jöfn í Seríu A á Ítalíu í kvöld, 2-2, er liðin mættust á Ólympíuleikvanginum í Tórínó. Heimamenn léku manni færri í 60 mínútur.

MIðjumaðurinn öflugi, Tommaso Pobega, kom Torino yfir á 10. mínútu áður en liðsfélagi hans, Marko Pjaca, tvöfaldaði forystuna aðeins fimm mínútum síðar.

Torino lék manni færri frá 32. mínútu er Wilried Stephane Singo tók Federico Di Francesco niður er hann var að sleppa í gegn. Tveimur mínútum síðar minnkaði Simone Romagnoli muninn.

Það var svo á 72. mínútu er jöfnunarmark Empoli kom. Andrea La Mantia gerði það og lokatölur 2-2. Svekkjandi úrslit fyrir heimamenn sem voru í góðri stöðu til að fara upp fyrir Empoli. Torino er í 13. sæti með 18 stig en Empoli í 11. sæti með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner