banner
   fim 02. desember 2021 10:50
Elvar Geir Magnússon
Kuyt: Benítez getur snúið þessu við ef hann fær tíma
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: Getty Images
Sagt er að Everton sé að ræða um framtíð Rafa Benítez eftir mjög slæmt gengi að undanförnu.

Hollenski sóknarmaðurinn Dirk Kuyt spilaði undir stjórn Benítez hjá Liverpool og fór yfir málin í breska ríkisútvarpinu. Hann segist skilja pirringinn hjá stuðningsmönnum Everton.

„Ég horfði á leikinn og þekki Rafa vel því hann var stjóri minn í mörg ár. Maður gat lesið tilfinningar Everton stuðningsmanna í andliti hans því hlutirnir eru ekki að ganga vel," segir Kuyt.

„Þetta var alltaf að fara að vera erfitt fyrir Rafa því hann var stjóri Liverpool og þegar hann tók við Everton voru margir sem efuðust. En ég þekki Rafa og veit að hann mun gefa allt í starfið og reyna allt til að koma liðinu á beinu brautina."

„Tilfinningin eftir að hafa tapað grannaslag er ekki góð. Sem betur fer vann ég fleiri en ég tapaði en ég get alveg ímyndað mér hvernig andinn er hjá Everton á þessari stundu, útlitið er ekki gott."

„Ef Benítez fær tíma þá mun hann klárlega geta snúið genginu við en úrslitin í gær hjálpa honum augljóslega ekki. Það er furðulegt að segja þetta sem Liverpool maður en vonandi ná þeir að laga stöðuna því mér finnst Rafa eiga meira skilið," segir Kuyt.

Everton er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en framundan er heimaleikur gegn Arsenal og svo útileikir gegn Crystal Palace og Chelsea. Alls ekki auðveld dagskrá það.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner