Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. desember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Diouf spenntur að mæta Englandi - Hræðist engan
Mynd: Getty Images

Senegalinn El Hadji Diouf, fyrrum leikmaður Liverpool er í þjálfarateymi landsliðsins. Senegal tekur á móti Englandi í 16 liða úrslitunum.


Diouf var spurður af því hvaða leikmenn skal hræðast í enska landsliðinu.

„Klárlega engann. Við erum með góða leikmenn, þeir eru með góða leikmenn og á vellinum eru þetta 11 á móti 11 og þú ert að berjast fyrir þjóðina," sagði Diouf.

Diouf er spenntur að mæta Englandi í fyrsta sinn á ferlinum.

„Ég er ekki að segja að við munum vinna HM en við viljum sýna heiminum að við eigum besta markmanninn í Edouard Mendy og einn besta varnarmanninn í Kalidou Koulibaly. Einnig erum við með bestu ungu leikmennina. Ég hef alltaf viljað spila á móti Englandi en það hefur aldrei gerst," sagði Diouf.


Athugasemdir
banner
banner