Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 02. desember 2022 12:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur"
Aron Sigurðarson
Aron Sigurðarson
Mynd: Horsens
Aron Sigurðarson hefur spilað frábærlega með Horsens á hans fyrsta tímabili í Superliga, á lista Wyscout er hann í efsta sæti þegar horft er í tölfræði leikmanna sem spila á miðri miðjunni.

Sjá einnig:
Aron Sig besti miðjumaður dönsku deildarinnar

Fyrrum aðstoðarþjálfari karla landsliðsins og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, Freyr Alexandersson, er þjálfari Lyngby sem mætti Horsens í 1. deildinni í fyrra og fóru bæði lið upp í efstu deild í vor. Freysi hefur fylgst vel með Aroni hjá Horsens. Í viðtali í Þungavigtinni ræddi Freysi um Aron.

Freyr um Aron fyrr á þessu ári:
„Þá var maður alltaf með áhyggjur af varnarleiknum hjá honum"

„Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu," sagði Freysi.

„Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn. Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga," sagði Freysi.

Aron er 29 ára gamall miðjumaður sem uppalinn er í Fjölni. Hann hefur skorað sex mörk fyrir Horsens á tímabilinu og hafa einungis fimm leikmenn skorað fleiri mörk til þessa í deildinni. Hann hefur ekki fengið tækifæri með A-landsliðinu síðustu ár eftir að hafa spilað sinn sjötta landsleik 2018.
Athugasemdir
banner
banner