Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   lau 02. desember 2023 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Áttum að vinna stærra
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að lið hans hafi átt að vinna stærra en 2-1 gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bukayo Saka og Martin Ödegaard komu Arsenal í þægilega forystu snemma leiks, en Úlfarnir komu sér aftur inn í leikinn með marki Matheus Cunha á síðustu mínútunum.

Arteta var ekki nógu ánægður með færanýtinguna í leiknum og segir að liðið hefði getað unnið leikinn þægilega.

„Fótbolti er ekki fullkominn, en ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Við hefðum átt að vinna stærra, en gerum síðan mistök, þeir nýta tækifærið og þá fer allt af stað í leiknum.“

„Við fengum færin en nýttum þau ekki. Við héldum samt áfram að reyna og fengum við nokkur dauðafæri til að gera út um leikinn. Núna þurfum við að halda áfram að vinna leiki og spila eins og við erum aðg era. Það er áskorunin, að halda áfram að gera þetta á þriggja daga fresti, því næst er mikilvægur leikur gegn Luton,“
sagði Arteta.

Arsenal er á toppnum með 33 stig, fjórum stigum á undan Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner