Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 03. janúar 2020 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Filipe Luis: Hazard í Mario Kart meðan við hituðum upp
Hazard og Luis í baráttunni eftir að Luis skipti aftur yfir til Atletico. Liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2017-18.
Hazard og Luis í baráttunni eftir að Luis skipti aftur yfir til Atletico. Liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2017-18.
Mynd: Getty Images
Brasilíski bakvörðurinn Filipe Luis var liðsfélagi Eden Hazard hjá Chelsea tímabilið 2014-15 og deildi hann áhugaverðri sögu af tíma þeirra þar.

Hazard var aðalstjarnan hjá Chelsea og það var ekki leyndarmál að hann fór sérstaklega varlega á æfingum til að halda sér heilum fyrir keppnisleiki.

Filipe Luis deildi skemmtilegri sögu í viðtali á YouTube þar sem hann sagði frá því að Hazard væri að spila tölvuleiki meðan liðsfélagar hans byrjuðu að hita upp fyrir æfingar og jafnvel leiki.

„Ástandsþjálfarinn kom kannski inn í klefa til að segja okkur að nú væru tíu mínútur í upphitun. Allir byrjuðu að gera sig klára nema Eden sem hélt áfram að spila, jafnvel þar til allir voru farnir úr klefanum nema hann," sagði Luis.

„Hann sagði við mig að slaka bara á og láta sig fá boltann, þá myndi allt blessast."

Luis er 34 ára gamall og leikur fyrir Flamengo í Brasilíu. Hann á 44 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu og var mikilvægur hlekkur í liði Atletico Madrid á nýliðnum áratugi.
Athugasemdir
banner
banner